Fréttir
09
01
2022

Einkaþjálfun tvisvar í viku í þrjár vikur fyrir konur yfir fertugt.

Eftir: Sirrý 0

Einkaþjálfun tvisvar í viku í þrjár vikur fyrir konur yfir fertugt.

Ef það vakna upp spurningar má senda skilaboð beint á Guðfinnu https://www.facebook.com/gudfinna.hansen 🙂

Skráning fer fram í móttöku Hress eða í síma 565-2212

Guðfinna Katharina Sigurðardóttir (Guffa) byrjaði að þjálfa fyrir rúmum 30 árum hjá Jónínu Ben og Ágústu Johnson. Á tímabili átti hún og rak sem framkvæmdastjóri Púls 180 á Akureyri með Jónínu Ben og Alfreð Gíslasyni. Guffa flutti árið 1993 til Svíþjóðar og vann í mörg ár með Jónínu sem stofnaði Aktiverum í Helsingborg, sem er ein stærsta heilsuræktarstöð Svíþjóðar og er í dag einn aðal þjálfari stöðvarinnar í dag. Guðfinna hefur einnig séð um að mennta þjálfara fyrir FIA – Fitness industry alliance. Ferðaðist um Norðurlöndin sem þjálfari og mentor á ráðstefnum svo sem World of fitness. Einnig hefur hún starfað sem hóptímakennari og einkaþjálfari i Þýskalandi, Danmörku, Frakklandi, Monacco og Dubai. Við mælum innilega með Guðfinnu, hún er algjör reynslubolti og skemmtileg í þokkabót.