Fréttir
27
10
2016

Hressleikar

Eftir: Sirrý 0

HRESSLEIKARNIR 2016

Það er með stolti sem við kynnum styrktarmálefni
Hressleikanna 2016.

Hjördís Ósk Haraldsdóttir er 31 árs sérkennari á leikskólanum Múlaborg. Hjördís greindist með æxli í heila árið 2014 og hefur þurft að fara í tvær erfiðar aðgerðir í kjölfarið, geislameðferð og strangar lyfjameðferðir. Hún býr ein með þremur börnum sínum, Alyssu Lilju 11 ára, Amý Lynn 9 ára og Aroni Raiden 5 ára á Völlunum í Hafnarfirði. Aron er langveikur en hann fæddist með fæðingargallann Gastroschisis og þurfti m.a að fara í átta aðgerðir á fyrsta árinu. Hjördís hefur ekki getað stundað vinnu siðast liðin tvö ár vegna veikinda og mun ekki geta unnið á næstunni.

Það er þakklát móðir sem nýtur góðs af Hressleikunum í ár

Hressleikarnir eru góðgerðaleikar þar sem við styrkjum kroppinn
og gott málefni í leiðinni.


Hressleikarnir verða haldnir 5. nóv. n.k. í Hress að Dalshrauni 11.
frá kl. 9.15-11:15. Í ár eru leikarnir haldnir í 9 skipti.
Á leikunum eru átta, 28 manna lið sem öll klæðast sérstökum lit sem æfa í 15 mínútna lotum í tvo tíma, sér til ánægju.

Aðgangur að leikunum er kr. 2.500.- og rennur óskiptur til söfnunarverkefnis ársins 2016.

Hægt er að leggja inn á söfnunarreikning HRESS/ Fjölskyldunnar
135-05-71304 kt. 540497-2149.

Það er öllum velkomið að taka þátt hvort sem þeir eru korthafar í Hress eða ekki.