Fréttir
12
12
2016

HRESSleikarnir 2016

Eftir: 0

VIÐ SÖFNUÐUM YFIR TVEIMUR MILLJÓNUM FYRIR HJÖRDÍSI

HRESSleikarnir 2016 voru haldnir í 9 sinn 5. nóv. sl. og á það vel við á Hressleikadegi Hemma Gunn, að tilkynna árangur söfnunarinnar:)

Safnað var fyrir Hjördís Ósk Haraldsdóttir sem er 31 árs sérkennari á leikskólanum Múlaborg. Hjördís greindist með æxli í heila árið 2014 og hefur þurft að fara í tvær erfiðar aðgerðir í kjölfarið og strangar lyfjameðferðir Hún býr ein með þremur börnum sínum, Alyssu Lilju 11 ára, Amý Lynn 9 ára og Aroni Raiden 5 ára á Völlunum í Hafnarfirði. Aron er langveikur en hann fæddist með fæðingargallann Gastroschisis og þurfti m.a að fara í átta aðgerðir á fyrsta árinu. Hjördís hefur ekki getað stundað vinnu siðast liðin tvö ár vegna veikinda og mun ekki geta unnið á næstunni. Hjördís dvelur nú á Landspítalanum og vonast til að komast heim rétt fyrir jól. Við sendum henni okkar bestu bata og baráttukveðjur.

Um 250 manns skráðu sig til leiks og greiðir hver 2500 kr. fyrir í þátttökugjald sem rennur allt í leikana.

Safnast hafa um 2.048.000 og einnig hefur Hjördís fengið gjafir frá fjölmörgum fyrirtækjum fyrir hátt í 700.000. Mörg fyrirtæki í Hafnarfirði komu færandi hendi án þess að leitað hafi verið til þeirra með gjafir til fjölskyldunar eða í happdrætti söfnunarinnar. Öllu starfsfólki Hress er frjálst að vinna þennan dag og gefa launin sín til söfnunarinnar. Þá voru frjáls framlög, og happdrætti stór hluti af sjöfnunarféinu.

Það er óhætt að segja að samkennd, vinátta og gleði hafi fyllt Hress þennan dag. Það glitti í tár á hvarmi hjá mörgum þegar Hjördís, börnin hennar þrjú og bróðir stigu á svið og þökkuðu fyrir sig með mjög einlægum hætti.

Þakklæti frá Hjördísi.

Fyrir mér voru Hressleikrnir mjög skemmtilegur og vel skipulagður viðburður þar sem styrktur er góður málstaður sem ætlaður var mér í ár. Hressleikarnir munu hjálpa mér og börnunum mínum mjög mikið. Styrkurinn kom okkur á réttan kjöl þar sem við vorum á mjög erfiðum stað fjárhagslega. Nú eigum við varasjóð til að geta notað þegar ófyrirsjáanlegir hlutir gerast. Börnunum mínum fannst þetta allt mjög spennandi og skemmtilegt að fá allar gjafirnar. Þetta voru eins og lítil jól fyrir þau.Ég er orðlaus af þakklæti og á erfitt með að trúa hversu gott fólk er til sem er tilbúið að hjálpa öðrum sem það þekkir ekki neitt. Það að Hress geri þetta einu sinni á ári fyrir eitthhvern í þörf er aðdáunarvert.

Ég þurfti mjög mikið á þessari hjálp að halda og mun muna þetta allt mitt líf.

Við þökkum öllum kærlega fyrir sem studdu Hressleikana.
Verið Hress og ekkert stress!