Fréttir
12
10
2016

Hressleikarnir

Eftir: 0

Skráning á Hressleikana hefst í dag 12.okt. kl. 20:00 á hress.is
Einnig má koma við í móttöku Hress og skrá sig.
Hressleikarnir 2016 verða haldnir laugardaginn 5.nóv.
Hressleikarnir eru góðgerðaleikar þar sem við styrkjum kroppinn og gott málefni í leiðinni.
Á leikunum eru 8, 28 manna lið sem öll klæðast sérstökum lit sem æfa í 15 mínútna lotum í tvo tíma.
Eftirtaldir litir eru í boði: Gulur, rauður, grænn, blár, svartur, appelsínugulur, bleikur og fjólublár.
Aðgangur að leikunum er 2.500.- og rennur óskiptur til söfnunarverkefnis ársins (Við óskum eftir umsóknum að styrktarmálefni á hress@hress.is).
Það eina sem þú þarft að gera er að velja lit og greiða 2.500 kr.
Það er öllum velkomið að taka þátt hvort sem þeir eru korthafar í Hress eða ekki.


Hvernig berðu þig að við skráningu:
• hress.is
• Smelltu á tímatöflu
• Skoðaðu laugardag
• Smelltu á liðið sem þú vilt vera í á leikunum
• Skráðu þig til leiks
• Smelltu á vefverslun/Hressleikar
• Greiddu 2.500 kr. Sem renna til styrktarmálefnis.

REIKNINGSUPPLÝSINGAR UM SÖFNUNARREIKNINGINN FYRIR ÞÁ SEM VILJA STYKJA MÁLEFNIÐ ER:
135-05-71304 KT 540497-2149

Svitnum saman til góðs 😀