Fréttir
03
01
2018

Ný námskeið eru að hefjast

Í næstu viku byrja fjögur ný námskeið. Um er að ræða Gym fit karla og kvenna, Pilates námskeið og Hot Yoga Challence.

14. janúar hefjast svo unglinganámskeiðin okkar sívinsælu. Skráning fer fram í móttöku Hress en allar upplýsingar um námskeiðin eru að finna á heimasíðunni.

 

Gym fit karla og kvenna.

Í upphafi námskeiðsins er farið rólega af stað en ákefðin eykst eftir því sem líður á námskeiðið. Leiðbeiningar um rétt mataræði og hvetjandi netpóstar eru sendir til að tryggja betri árangur.

Það er margra ára reynsla og þekking okkar sem kemur þáttakendum í drauma formið.

Fjölbreytni er í fyrirrúmi og þátttakendur kynnast öllu því besta sem Hress hefur upp á að bjóða.

kennarar: Margrét Erla og Lína

 

Hot Yoga Challence

Mögnuð blanda af krefjandi Hot Yoga, hugleiðslu og núvitund.
Námskeið þar sem við nálgumst Yoga með spennandi áskorunum. Kennarar: Guðrún Bjarna og Sara Margrét

 

Pilates

Pilates námskeið Petru eru vel þekkt og einstök enda margir sem hafa notið góðs af hennar þekkingu og reynslu.

 

Unglinganámskeið

Námskeiðin okkar eru fyrir stráka og stelpur sem hafa gaman af því að ögra sjálfum sér.
Æfingarnar eru settar upp á þann hátt að allir geta tekið þátt, óháð því í hvaða formi þeir eru.

Við þjálfum kroppinn á fjölbreyttan máta til að komast í gott form.

Kennarar: Gunnella og Gunnar