Fréttir
01
06
2017

PILATES KLASSIK

PILATES KLASSIK

Það er með stolti sem við tilkynnum að Petra Baumruk verður með Pilates námskeið í Hress í sumar.

Við munum bjóða upp á tvö námskeið sem vara í 4 vikur og eru tveir tímar á viku.

Námskeið hefjast þann 13.júní-7. júlí og seinni námskeiðin þann 11.júlí-4. ágúst.

Námskeið kl. 6:05 mið.og fös.
Námskeið kl. 17:30 þri. og fim.

Verð: 13.990.-
Verð: 7.990.- fyrir korthafa

Pilates námskeið Petru eru vel þekkt og einstök enda margir sem
hafa notið góðs af hennar þekkingu og reynslu.
Petra stoppar stutt á Íslandi í sumar og njótum við krafta hennar á meðan.

Athugið að mjög takmarkaður fjöldi kemst á hvert námskeið.
Skráning og nánari upplýsingar á Hress.is, mottaka@hress.is eða í síma 565-2212.

 

Í tímunum verður tekið vel á öllum líkamanum án hamagangs. Tímarnir henta öllum aldurshópum og bæði konum og körlum. Tímarnir fara fram í sal sem verður volgur (34-35 stig til þess að stuðla að frekari brennslu og liðleika). Stuðst er ýmist við líkamann eða dýnuna eina og sér, eða bætt við boltum, lóðum, teygjum eða pilates hringjum. Tíminn varir í 55 mín. 45 mínútur fara í æfingar og 15 mínútur í teygju-æfingar og slökun, þar sem hlustað verður á róandi tónlist.

Pilates Klassik tímarnir henta vel bæði þeim sem stunda kraftlyftingar, Crossfit, hjólreiðar og lang-hlaup eða einfaldlega þeim sem vilja byggja upp þol, styrkleika og liðleika ná jafnvægi bæði í líkama & sál.

Pilates æfingarnar byggjast á sex meginreglum sem styðja að heilbrigðum líkama & sál; öndun (eykur neyslu súrefnis og dreifingu blóðs til allra hluta líkamans); einbeiting (það hvernig æfingin er framkvæmd er mikilvægara heldur en æfingin sjálf); flæði (þægilegt rennsli og samræmi á milli æfinga); nákvæmni (vandvirkni í hverri hreyfingu – gerum æfinguna rétt & sjaldnar heldur en oftar); þol (með aukinni nákvæmni verðu hver æfing skilvirkari og álag á líkamann minnkar við að framkvæma hverja æfingu); slökun (stuðla að andlegu jafnvægi).

Æfingarnar miða að því að byggja upp jafnvægi í styrk og teygjanleika vöðva sem umlykja liði. Teygt er á stuttum vöðvum og slappir vöðvar styrktir. Þetta stuðlar að virkari liðamótum og vinnur m.a. gegn liðverkjum. En flesta langvinna bakverki má rekja til ónógs stöðugleika í þessum „grunni“ vöðvakerfisins. Þegar jafnvægi og stöðugleika er náð er sífellt erfiðari æfingum smám saman bætt við prógrammið og þannig fer líkamanum stöðugt fram. Með þessum kerfisbundnu æfingum öðlast líkaminn allur meiri styrk og sveigjanleika þar sem djúpvöðvar líkamans, sem við héldum að væru ekki til, eru þjálfaðir. Æfingarnar móta flottar línur líkamans, gefa m.a. fallega og langa vöðva, sléttan kvið, sterkt bak og stinnan rass. Ennfremur öðlumst við betri líkamsstöðu og aukinn liðleika og drögum þannig úr hættu á meiðslum.