HRESSLEIKAR 2017 – FJÓLUBLÁA LIÐIÐ

HRESSLEIKAR 2017 – FJÓLUBLÁA LIÐIÐ

kr.2.500

Við púlum, svitnum og söfnum peningum í tveggja tíma æfingapartíi í Hress. Starfsfólk Hress verður í geggjuðu stuði og Júlla Diskó sér um tónlistina. Sigþór Árnason mun stjórna leikunum á gólfinu og allir hinir skemmtilegu þjálfararnir okkar verða með 8 lið um alla stöð. Vertu með og gleðin mun góma þig.
Við verðum með sér Hress Facebook síðu fyrir leikana og mögulega líka hóp fyrir hvert lið/lit.

Ekki til á lager

Lýsing

Þann 4. nóvember verða Hressleikarnir haldnir í 10 skipti á 30 ára afmæli HRESS.
Hressleikarnir eru góðgerðaleikar þar sem viðskiptavinir, starfsfólk og aðrir gestir safna fyrir einstakling eða fjölskyldu sem þarf á stuðningi að halda. Það er einstök fjölskylda úr Áslandinu sem við styrkjum í ár. Kristjón Jónsson greindist með botnlangakrabbamein árið 2009 og aftur 2014 og fór í kjölfarið í mjög erfiðar lyfjameðferðir og í aðgerð í Svíþjóð. Því miður dugði það ekki til og Kristjón lést í júní 2016 eftir harða baráttu.
Árið 2006 hafði Steinvör greinst með skjaldkirtilskrabbamein sem hún náði að sigrast á.
Fyrir tilviljun fundust meinvörp í lungum Steinvarar í april sl. Eftir miklar rannsóknir kom í ljós að hún er með sarkmein sem kallast Pecoma. Þetta er fyrsta tilfellið af þessu krabbameini á Íslandi enda afar sjaldgæft krabbamein og talið að 1 á móti milljón fái þetta mein.
Krabbameinið er á fjórða stigi og er í kvið og báðum lungum. Það er hægt að halda þessu krabbameini niðri með sterkum krabbameinslyfjum. Í kjölfarið þarf Steinvör að vera frá vinnu næstu mánuðina og hugsa vel um sig svo mögulega verði hægt að fjarlægja æxlið í kviðarholi.
Við í Hress ætlum að styðja mæðgurnar á Hressleikunum í ár eftir öll áföllin sem dunið hafa yfir þessa fjölskyldu.


Aðgangur kostar 2.500 og rennur allur í söfnunina.
Söfnunarreikningur HRESSLEIKANNA er þessi:
0135-05-71304 á kenni­tölu 540497-2149.

Skráning á leikanna hefst 20.okt. kl. 06.00.
Happdrættislínur verða seldar á 500 kr. frá 20. okt.