Tabata/Stöðvar

Um Tabata/Stöðvar

Stöðvar með Tabata ívafi. Unnið í 20 sek og hvílt í 10 sek 8 mismunandi æfingar.

Tabata

Fjölbreyttur lotuþjálfunartími. Unnið eftir klukku, 20 sek vinna og 10 sek hvíld.
Í tímanum eru gerðar 8 æfingar, 8 lotur hver.
Krefjandi tími við allra hæfi.

Unnið er með styrktaræfingar, þolæfingar og sprengikraftsæfingar.
Notuð eru ýmis áhöld t.d. handlóð, pallur, stöng.
Mikið álag á stuttum tíma, mikil brennsla og vöðvastyrking.

Stöðvaþjálfun

Frábær alhliða þjálfun fyrir allan líkamann.
Vöðvauppbygging með styrktaræfingum, þol og sprengikraftsæfingar með og án áhalda.

Í tímunum eru notuð handlóð, stangir, þyngdarboltar, teygjur, kassar ofl.

Tímarnir eru fjölbreyttir að uppsetningu og álagið breytilegt.
Hver og einn stjórnar álaginu á sínum forsendum.

Góð samvinna og mikið fjör!

Myndagallerý