Pilates Klassik

Pilates Klassik

kr. 17.990

Nýtt námskeið hefst 3.september

Námskeiðið varir í 4 vikur og er tvisvar í viku

Þriðjudaga og fimmtudaga kl 6:05

5 vikur, verð:

17.990 kr

8.990 kr –  fyrir korthafa

4 vikur, verð:

15.990 kr

7990 kr – fyrir korthafa

 

 

Tímarnir fara fram í sal sem verður volgur (34-35 stig til þess að stuðla að frekari brennslu og liðleika). Stuðst er ýmist við líkamann eða dýnuna eina og sér, eða bætt við boltum, lóðum, teygjum eða pilates hringjum.

 

Tíminn varir í 55 mín. 40 mínútur fara í æfingar og 15 mínútur í teygju-æfingar og slökun, þar sem hlustað verður á róandi tónlist.
Æfingarnar miða að því að byggja upp jafnvægi í styrk og teygjanleika vöðva sem umlykja liði. Teygt er á stuttum vöðvum og slappir vöðvar styrktir. Þetta stuðlar að virkari liðamótum og vinnur m.a. gegn liðverkjum. En flesta langvinna bakverki má rekja til ónógs stöðugleika í þessum „grunni“ vöðvakerfisins.

Þegar jafnvægi og stöðugleika er náð er sífellt erfiðari æfingum smám saman bætt við prógrammið og þannig fer líkamanum stöðugt fram. Með þessum kerfisbundnu æfingum öðlast líkaminn allur meiri styrk og sveigjanleika þar sem djúpvöðvar líkamans, sem við héldum að væru ekki til, eru þjálfaðir. Æfingarnar móta flottar línur líkamans, gefa m.a. fallega og langa vöðva, sléttan kvið, sterkt bak og stinnan rass.
Ennfremur öðlumst við betri líkamsstöðu og aukinn liðleika og drögum þannig úr hættu á meiðslum.

Þjálfari er Petra Baumruk

INNIFALIÐ:

Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum í Hress. Einnig aðgangur að Bjargi á Akureyri, Sportstöðinni Selfossi og Hressó í Vestmannaeyjum.

8 á lager

Flokkur: