Yin Yoga

Hress býður í fyrsta sinn upp á Yin og Yang yoga tíma.

Yin er mýktin, yang er krafturinn.

Saman eru þeir jafnvægi.

 

Yin Yoga

Yin Yoga er hægur og rólegur jóga tími sem hentar öllum. Í grófum dráttum er fyrri hluti tímans byggður upp af stuttu og hægu flæði sem býr líkamann undir djúpar og góðar teygjur. Síðari hluti tímans fer í hugleiðslu og tónheilun. Í hugleiðslunni er notast við gong. Gong er hljóðfæri sem hefur heilandi áhrif á líkamann, það sefar hugann og veitir hlustandanum andrými til þess að upplifa frið.

Þátttakendur eru hvattir til að koma í þægilegum fötum, ekki er verra að hafa vatnsbrúsa, uppáhaldsteppið og púða meðferðis.

Þjálfarar

Jógínan Elín leiðir tímana.
elin_sandra