25/25

25/25

Í 25/25 tímanum er lagt upp með að hver og einn vinni út frá eigin getu og skori á sjálfan sig. Hjól, stangir með lóð, handlóð, bjöllur og fleira til eru tækin sem eru notuð í tímanum en ekki endilega öll. Markmið tímans er að auka þol, styrk og þor. Þolið: vinnum við á hjólinu og með ákefðinni. Styrkinn: með því að auka við þyngd og fækka endurtekningum Þor: Trúa að þú getir lyft þyngra en þú heldur. Stíga út fyrir þæginda ramman. Þessir tímar eru mjög fjölbreyttir en ávallt er reynt að hafa tímann þannig að hjólað er ca helming af tímanum og æfingar helming af tíma.

Dæmi um tíma:

  1. Upphitun hjól eitt lag sem er 4-5 mín.
  2. Æfingar með líkamsþyngd 6-8 mín.
  3. Æfingar með lóð 10-12 mín.
  4. Hjólað tvö lög 6-8 mín.
  5. Æfingar með lóð og þyngingar 10-12 mín.
  6. Æfingar með lóð og hjól 6-8 mín.
  7. Hjól eitt lag 3-4 mín.