Skilmálar

Áríðandi upplýsingar

 • HRESS áskilur sér rétt til að breyta tímatöflu fyrirvaralaust.
 • Viðskiptavinir nýta alla aðstöðu heilsuræktarinnar á eigin ábyrgð.
 • Börn fra þriggja mánaðar aldri eru velkomin á auglýstum tímum í barnagæsluna. Vegna slysahættu mega börn ekki vera annarsstaðar í húsinu en í barnagæslunni og eru jafnframt á ábyrgð forráðamanna sinna.
 • Engin ábyrgð er tekin á skóm eða öðrum fatnaði og verðmætum.
 • Kort eru ekki endurgreidd.
 • Ekki er hægt að framselja korti til þriðja aðila.
 • Ekki er hægt að segja sig úr Vinaklúbbnum fyrr en að binditíma loknum.

Áskriftarþjónusta

 • Ef um er að ræða áskriftarþjónustu skal koma fram að um áskrift sé að ræða og vefsíða skal innihalda skilmála um hvernig á að slíta áskrift

Skráning í tíma

Skráning

 • Skráning fer fram á Wodify.
 • Hægt er að skrá sig í tíma með allt að  48 klst. fyrirvara.
 • Skráning lokar 5 mínútum fyrir tímann.
 • Mikilvægt er að láta vita af sér í mótttöku Hress þegar mætt er í tíma svo hægt sé að skrá mætingu.
 • Ef þú skráir þig í tíma en ert ekki mætt/ur 5 mínútum fyrir tímann í móttöku Hress er plássinu úthlutað annað.
 • Við biðjum þig vinsamlega að bera virðingu fyrir náunganum og ekki skrá þig í tíma nema þú ætlir að mæta.

Afskráning

 • Ef þú þarft einhverra hluta vegna að afskrá þig úr tíma þá gerir þú það í gegn um Wodify á sama hátt og þú skráðir þig í tímann.

Vinaklúbbur

 • Allir geta orðið meðlimir í Vinaklúbb Hress.
 • Meðlimir hafa ótakmarkaðan aðgang að öllum opnum tímum sem í boði eru hjá Hress þó með vísan til gildandi tímatöflu hverju sinni.
 • Vinaklúbbsmeðlimir fá frjálsan aðgang að tækjasal.
 • Meðlimir Vinaklúbbsins hlýta reglum um skráningu í tíma, sé þess óskað.
 • Meðlimir Vinaklúbbsins skuldbinda sig til að vera í klúbbnum samkvæmt sínum samningi og greiða með mánaðarlegum greiðslum af greiðslukorti.
 • Vinaklúbbskort er einungis hægt að nota af skráðum eiganda.
 • Hægt er að leggja kort inn til geymslu við það lækkar greiðsla í 1.500,- á mánuði.
 • Ekki er hægt að framselja korti til þriðja aðila.
 • Vinaklúbbsmeðlimur er á eigin ábyrgð í heilsuræktarstöðinni.
 • Samningur Hress og viðkomandi vinaklúbbsmeðlims gildir að lágmarki út umsamið tímabil. Lágmarks samningur er 12. mánuðir.  Sé samningnum ekki sagt upp í síðasta lagi þremur mánuðum fyrir lok hins umsamda tímabils framlengist hann ótímabundið að því loknu.
 • Uppsagnafrestur hins ótímabundna samnings er ávallt þrír mánuðir.
 • Uppsögn, hvort sem er upphaflegs samnings eða ótímabundins, skal fara fram með tilkynningu í afgreiðslu Hress á sérstöku uppsagnarformi sem þar fæst. Hægt er að æfa á meðan uppsögn stendur yfir.
 • Vinaklúbbsmeðlimur er óháður verðbreytingum sem kunna að verða á tímabilinu.
 • Verði framlenging á samningi milli Hress og vinaklúbbsmeðlims áskilur Hress sér rétt til að breyta þátttökugjaldi í samræmi við gildandi verðskrá á hverjum tíma.
 • Verði að einhverri ástæðu greiðslufall hjá vinaklúbbsmeðlim á umsömdu tímabili þá gjaldfellur sá hluti samningsins sem eftir stendur ógreiddur.

Styrktarlína

 • Ef um er að ræða styrk þarf að koma skýrt fram hvaða samtök er verið að styrkja.
 • Hress styrkir ýmis málefni og samtök.
 • Árlega eru haldnir Hressleikar í HRESS þar sem safnað er fyrir fjölskyldu eða málefni.
 • Starfsfólk og viðskiptavinir sameinast um að safna og svitna til góðs.