Skilmálar

ALMENNIR SKILMÁLAR

  • Viðskiptavinir nýta alla aðstöðu heilsuræktarinnar á eigin ábyrgð.
  • Korthafi í HRESS fullyrðir með samþykki á skilmálum þessum að honum sé óhætt að stunda heilsurækt og að honum sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Korthafi stundar æfingar á eigin ábyrgð og firrir HRESS allri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir. HRESS ber enga ábyrgð á líkamstjóni meðlima nema það verði sannarlega rakið til stórfellds gáleysis stöðvarinnar eða starfsmanna hennar.
    • Vinsamlegast notið ekki biluð tæki. Tilkynnið starfsfólki um biluð tæki svo hægt sé að laga bilunina sem allra fyrst.
  • Vegna slysahættu mega börn yngri en 13 ára sem ekki eru korthafar eða skráð á námskeið vera á öðrum stöðum en í móttöku HRESS og eru börn jafnframt á ábyrgð forráðamanna sinna.
  • Engin ábyrgð er tekin á skóm eða öðrum fatnaði og verðmætum.
    • Skápar eru til staðar og þarf að koma með eigin hengilás til þess að læsa þeim eða versla lás í móttöku HRESS. Engin ábyrgð er borin á verðmætum í læstum skápum.
  • Kort eru ekki endurgreidd.
  • Ekki er hægt að framselja korti til þriðja aðila.
  • Ekki er hægt að segja sig úr mánaðarlegum greiðslum (Vinaklúbb) fyrr en að binditíma loknum.
  • HRESS áskilur sér rétt til að breyta tímatöflu fyrirvaralaust.
  • HRESS áskilur sér rétt til að breyta verðskrá fyrirvaralaust.

VINAKLÚBBUR SKILMÁLAR

  • Allir geta orðið meðlimir í Vinaklúbb HRESS.
  • Vinaklúbbsmeðlimur er á eigin ábyrgð í stöðinni.
  • Meðlimir hafa ótakmarkaðan aðgang að tækjasal og öllum opnum tímum sem í boði eru hjá HRESS, þó með vísan til gildandi tímatöflu hverju sinni.
  • Meðlimir Vinaklúbbsins hlíta reglum um skráningu í tíma, sé þess óskað.
  • Samningur HRESS og viðkomandi Vinaklúbbsmeðlims gildir að lágmarki út umsamið tímabil. Lágmarks samningur er 12 mánuðir nema ef um ótímabundin samning (engin binding) sé að ræða.
  • Áskriftargjaldið er innheimt einu sinni í mánuði með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði.
  • Vinaklúbbskort er einungis hægt að nota af skráðum eiganda.
  • Ekki er hægt að framselja korti til þriðja aðila.
  • Hægt er að leggja kort einu sinni á ári og þá minnst í 30 daga til geymslu, við það lækkar gjaldið í 1.990 krónur á mánuði.
  • Sé tímabundnum samningum (12 mánaða aðild) ekki sagt upp í síðasta lagi þremur mánuðum fyrir lok hins umsamda tímabils framlengist hann ótímabundið að því loknu.
  • Lágmarksbinding ótímabundins samnings (engin binding) er ávalt 2 mánuðir.
  • Uppsagnarfrestur Vinaklúbbs með 12 mánaða aðild er ávallt þrír mánuðir.
  • Uppsögn samnings skal fara fram með tilkynningu í afgreiðslu HRESS á sérstöku uppsagnarformi sem þar fæst eða á með netpósti á nott@hress.is. Hægt er að æfa á meðan uppsögn stendur yfir.
  • Uppsögn ótímabundins samnings (engin binding), skal fara fram með tilkynningu í afgreiðslu HRESS eða í netpósti, fyrir 15. hvers mánaðar.  Eftir þann tíma er skuldfært fyrir næsta mánuð.
  • Vinaklúbbsmeðlimur er háður verðbreytingum sem kunna að verða á tímabilinu.
  • Við framlengingu  á  samningi áskilur HRESS sér rétt til að breyta þátttökugjaldi í samræmi við gildandi verðskrá á hverjum tíma.
  • Verði að einhverri ástæðu greiðslufall hjá vinaklúbbsmeðlimi á umsömdu tímabili berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef þrír mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst.

Skráning í tíma

  • Skráning fer fram á Sportabler
  • Hægt er að skrá sig í tíma með allt að 48 klst. fyrirvara.
  • Skráning lokar 45 mínútum fyrir tímann.
  • Mikilvægt er að láta vita af sér í móttöku Hress þegar mætt er í tíma svo hægt sé að skrá mætingu.
  • Ef þú skráir þig í tíma en ert ekki mætt/ur 10 mínútum fyrir tímann í móttöku Hress er plássinu úthlutað annað.
  • Við biðjum þig vinsamlega að bera virðingu fyrir náunganum og ekki skrá þig í tíma nema þú ætlir að mæta.
  • Ef þú þarft einhverra hluta vegna að afskrá þig úr tíma þá gerir þú það í gegn um Sportabler á sama hátt og þú skráðir þig í tímann.