Verðskrá

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinaklúbburinn

Vinaklúbburinn er alltaf hagstæðasti kosturinn!

 • 12 mánaða binditími: 8.490 kr. á mánuði.
 • Engin binditími: 9.290 kr. á mánuði.
 • Námsmanna / 67+ vinaklúbbur 12 mánaða binditími: 7.490 kr. á mánuði.
 • Námsmanna / 67+ vinaklúbbur engin binditím: 8.490 kr. á mánuði.
 • Vinaklúbbur er bæði hægt að greiða með kreditkorti og reglubundum greiðslum af debetkorti.

Vinaklúbbur Skilmálar

 • Allir geta orðið meðlimir í Vinaklúbb HRESS.
 • Vinaklúbbsmeðlimur er á eigin ábyrgð í stöðinni.
 • Meðlimir hafa ótakmarkaðan aðgang að tækjasal og öllum opnum tímum sem í boði eru hjá HRESS, þó með vísan til gildandi tímatöflu hverju sinni.
 • Meðlimir Vinaklúbbsins hlíta reglum um skráningu í tíma, sé þess óskað.
 • Samningur HRESS og viðkomandi Vinaklúbbsmeðlims gildir að lágmarki út umsamið tímabil. Lágmarks samningur er 12 mánuðir nema ef um ótímabundin samning (engin binding) sé að ræða.
 • Áskriftargjaldið er innheimt einu sinni í mánuði með sjálfvirkri skuldfærslu af greiðslukorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði.
 • Vinaklúbbs-áskrift er einungis hægt að nota af skráðum eiganda.
 • Ekki er hægt að framselja korti til þriðja aðila.
 • Hægt er að leggja kort einu sinni á ári og þá minnst í 30 daga til geymslu, við það lækkar gjaldið í 1.990 krónur á mánuði.
 • Sé tímabundnum samningum (12 mánaða aðild) ekki sagt upp í síðasta lagi þremur mánuðum fyrir lok hins umsamda tímabils framlengist hann ótímabundið að því loknu.
 • Uppsagnarfrestur Vinaklúbbs með 12 mánaða aðild er ávallt þrír mánuðir.
 • Uppsögn samnings skal fara fram með tilkynningu í afgreiðslu HRESS á sérstöku uppsagnarformi sem þar fæst eða á með netpósti á nott@hress.is. Hægt er að æfa á meðan uppsögn stendur yfir.
 • Uppsögn ótímabundins samnings (engin binding), skal fara fram með tilkynningu í afgreiðslu Hress eða í netpósti 15 dögum fyrir næstu endurnýjun. Þ.e. 15 dgöum áður en næsta greiðsla er innheimt.   Eftir þann tíma er skuldfært fyrir næsta mánuð.
 • Vinaklúbbsmeðlimur er háður verðbreytingum sem kunna að verða á tímabilinu.
 • Við framlengingu  á  samningi áskilur HRESS sér rétt til að breyta þátttökugjaldi í samræmi við gildandi verðskrá á hverjum tíma.
 • Verði að einhverri ástæðu greiðslufall hjá vinaklúbbsmeðlimi á umsömdu tímabili berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef þrír mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst.

Heilbrigði, þín ábyrgð – okkar mál!