HRESSLEIKAR 2018

HRESSLEIKARNIR 2023

HRESSLEIKARNIR 2022

HRESSLEIKARNIR 2021

HRESSLEIKARNIR 2020

HRESSLEIKARNIR 2019

HRESSLEIKARNIR 2018

Það er með stolti sem við kynnum styrktarmálefni Hressleikanna 2018.

Það er einstök fjölskylda úr Hafnarfirðinum sem við styrkjum í ár. Hjónin Fanney Eiríksdóttir, Ragnar Snær Njálsson og börn þeirra þeirra þau Emilý Rósa 3 ára og Erik Fjólar 3. vikna.
Fanney og Ragnar hafa verið saman sl. 7 ár. Verið dugleg að hreyfa sig og njóta lífsins. Í vor fengu þau þær gleðifréttir að þau ættu von á barni. Þegar Fanney var komin 20 vikur á leið greindist hún með leghálskrabbamein. Reynt var að meðhöndla meinið með lyfjagjöf svo meðgangan gæti gengið sinn vanagang.
Krabbameinið lét ekki að stjórn eins og óskað hafði verið eftir svo Erik Fjólar varð að koma í heiminn á 29. viku meðgöngunnar. Fanney hóf harða lyfja og geilsameðferð tveimur vikum eftir keisarskurð, við horfum bjartsýn fram á veginn og vonum að allt gangi að óskum. Það er ljóst að verkefnin eru mörg og hjá litlu fjölskyldunni. í kjölfarið af fæðingu fyrirbura og krabbameinsmeðferðar þurfa þau á kröftum hvors annar að halda og ekki auðvelt að stunda vinnu meðfram slíkum áskorunum og nauðsynlegt að gefa sér tíma til að fara vel með sig. 


Við í Hress ætlum að styðja fjölskylduna á Hressleikunum í ár.

44122184_10155841389493148_3867812440267816960_n44073620_10155841389473148_4512931942764642304_n44057248_10155841390433148_2096965345016283136_n