Hress

HRESS í Hafnarfirði starfrækt síðan 1987.

Í Hress finnur þú mjög fjölbreytta og metnaðarfulla heilsurækt. Við bjóðum alla velkomna að koma til okkar og kynnast því sem er í boði. Í Hress starfar hæfileikaríkt starfsfólk með góða reynslu og hátt menntunarstig. Flestir hafa starfað hjá okkur í mörg ár og því auðvelt að hafa aðgang að áhugasömu og öflugu starfsfólki. Við viljum vera vinalega litla stöðin sem býður upp á einstaka þjónustu. Í Hress er vel búinn tækjasalur, heitur salur, þolfimisalur og hjólasalur.
Þjálfunarleiðirnar eru margar og má þar helst nefna Hot-Yoga, BodyPump, Stöðvaþjálfun, Warm Fit, Hraust & Hress, HIIT, Hjól , fjölbreytt námskeið og margt fleira sem má kynna sér á hress.is. Einnig er Hressbarinn opinn alla daga frá 5:30- 21:00 og um helgar til frá 8:00- 15:00. Á barnum færðu gæða þeytinga sem eru hollir og seðjandi á góðu verði.
Hress er í eigu Lindu Hilmarsdóttur og Jóns Þórðarsonar, ef þú ert með ábendingar til þeirra um hvað geti gert góða stöð betri má hafa samband við þau á linda@hress.is eða nonni@hress.is. Starfsfólk móttöku er einnig alltaf reiðubúið til að aðstoða og leiðbeina öllum þem sem vilja taka jákvæð skref í átt að bættri heilsu.
Komdu til okkar og við lofum að taka vel á móti þér!
lindanonni