Hiit
40
Mínútur
Stig:
Hámarksfjöldi
25
Mínútur
Hiit þjálfun ( High Intensity Interval Training ) eða lotuþjálfun er einhver albesta brennsluaðferð sem vitað er um.
Besta leiðin til að láta líkamann brenna sem mest er að vera dugleg/ur að breyta til um álag og hraða þannig þú ert stöðugt að koma líkamanum á óvart.
Til þess að auka þol og þrek þá þarftu að láta líkamann hafa aðeins fyrir hlutunum og örva hjarta og æðakerfi sem mest.
Það er einmitt það sem HIIT þjálfun býður uppá.
HIIT þjálfun er fljótlegur og skemmtilegur valkostur á móts við margar aðrar æfingaaðferðir og er gífurleg brennsla á meðan á æfingunni stendur, en einn besti kosturinn er að þetta eykur grunnbrennslu líkamans í allt að sólarhring eftir æfingu.
Þessi svokallaði eftirbruni verður til þegar unnið er með loftfirrt þol, þá fer líkaminn í ástand sem kallast súrefnisskuld eða EPOC (Excess post exercise oxygen consumption).
Líkaminn þarf að endurgjalda þessa súrefnisskuld með því að auka súrefnisnotkun og hraða efnaskiptum. Einnig þarf líkaminn að vinna ennþá meira til að endurnýja súrefnisbirgðir og efnasambönd, losa sig við mjólkursýru og kæla niður líkamann.
Því meira sem þú tekur á því, því meiri súrefnisskuld fer líkaminn í. Þá verður eftirbruninn meiri og líkaminn brennir enn fleiri hitaeiningum.
Tímarnir vara í 40-45 min.
Við mælum með notkun Activio púlsmælanna okkar til að sanna fyrir þér að árangurinn er ótrúlegur.
Þjálfari
Gunnar
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.