Bandvefslosun

BANDVEFSLOSUN

Tíminn fer fram í  37-39° heitum sal. 
Í bandvefslosun er leitast við að losa um trigger-punkta sem leiðir til losunar um tog eða spennu í bandvefnum.
Með nuddinu erum við að beita aðferð þar sem er unnið á vöðvum og bandvef. Stífur bandvefur getur leitt til þess að liðamót aflagast og breyttrar/skertrar líkamsgetu. 
Með nuddinu mýkjum við upp og losum vefina ásamt því að auka blóðflæðið, minnka vöðvaspennu, aukum vellíðan og drögum úr eymslum ásamt því að hafa góð áhrif á endurheimt.
Einnig er hægt að losa um samgróninga í vöðvum, festu og bandvef með aðferðinni. Trigger-punktar myndast oft út frá langvarandi stressi og blóðþurrð í vefjum. 
Við notum bolta og rúllur til að losa um og auka flæðið í líkamanum.
Bandvefslosun hentar öllum og sérstaklega þeim sem stunda hreyfingu af ákefð.