Fjall Hress

FJALL HRESS

Hefst:

10. október

Klukkan:

17:30

Lengd:

5 vikur

Verð:

29.990 kr.

Verð fyrir meðlimi:

21.990 kr.

Nánari lýsing:

Harpa Þórðardóttir og Ásmundur Þórðarson skipuleggja og leiða göngurnar í Fjall-Hress. Þau hafa æft í Hress frá því að elstu menn muna. Þau hjónin eru líka mikið útivistarfólk og hafa stundað fjallgöngur í áratugi á gönguskóm, hlaupaskóm og fjallaskíðum. Á þessu námskeiði ætla þau þó að reima á sig gönguskóna og ganga mest á fjöll og fell á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu sem eru þeim vel kunnug.

Innifalið í námskeiðsgjaldi:
  • Fjalls eða fells ganga alla mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30.
  • Sameiginleg styrktaræfing í Hress alla fimmtudaga kl. 17:30.
  • Lengri ganga tvo laugardaga eða sunnudaga (fer eftir veðurspá)
  • Heilsuræktarkort í Hress sem giltir í tækjasal og alla opna tíma.
  • Afsláttur í Fjallakofanum.
  • Kynnigarfundur í Hress mánudaginn 3. okt. kl. 20:00.
Hvenær:

Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17:30

Skráning og greiðsla:

Skráning og greiðsla fer fram á  https://www.sportabler.com/shop/hress

Flest bæjarfélög bjóða upp á frístundastyrki sem hægt er að nota til  niðurgreiða námskeiðin okkar.

Þjálfarar:

Þjálfarar Harpa Þórðardóttir & Ámundur Þórðarson