Um Foam Fit
Styrkir, liðkar og linar verki.
Foam Fit er æfingakerfi sem blandar saman styrktaræfingum, teygjum og sjálfsnuddi.
Tíminn byggir á mjúkum en kraftmiklum styrktaræfingum
þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd og styrkingu djúpvöðva.
Sérstök áhersla er lögð á að losa um spennu í bandvef og þrýstipunktum líkamans,
en til þess er notuð frauðplastrúlla og boltar.
Foam Fit hentar byrjendum, jafnt sem þjálfuðu íþróttafólki.
Unnið er í hituðum sal.