Foam Flex

Um Foam Flex


Foam Flex er sjálfnuddandi aðferð þar sem unnið er á vöðvum,

bandvef og trigger-punktum sem stuðla að skjótari bata og
fyrirbyggjandi meiðslahættu ásamt auknum liðleika.

 

Til að útskýra áhrif foam flex þarf að hafa í huga hvert er hlutverk bandvefjar.
Hlutverk bandvefjar er meðal annars að styðja við líffæri, vöðva og bein,
veita vörn gegn hnjaski, mynda brautir fyrir æðar og taugar
sem gerir okkur kleift að standa uppréttum o.fl.


Þegar tog eða spenna myndast í bandvefnum, getur það haft

áhrif á líkamanní heild og myndað skekkju í líkamsstöðunni.
Foam Flex hjálpar þér að lifa verkjalausu lífi og leyfir þér að vera í hámarksgetu líkamans!

 

 

Myndagallerý


Please, go back to Visual Composer, edit "gallery" shortcode and select desired item from select box.

Foam Flex er sjálfnuddandi meðferð.

Æfingarnar flýta fyrir bata og betra líkamsástandi fyrir kyrrsetufólk og íþróttafólk og henta því öllum.
Foam Flex endurnærir sogæðakerfið og styrkir bandvefinn.
Þegar þú notar rúlluna, vinnur þú djúpt inn í vöðvana og nærð til viðkvæmari svæða og vöðvahnúta.
Foam Flex eykur blóðflæði, vinnur á þreyttum vöðvum og endurnýjar orku líkamans.
Sjúkraþjálfarar og Kýropraktorar mæla með Foam Flex æfingakerfinu.

Fatnaður

Best er að vera léttklædd/ur og sýna hold því þá á líkaminn
auðveldara með að svitna og viðhalda réttu hitastigi.
Vinsamlegast athugið að reglur Hress gera ráð fyrir konur og
karlar séu ávallt í topp við æfingar (og buxum eða stuttbuxum).

Hlustaðu á líkamann

Ef þér líður illa í tímanum, taktu mark á því.
Hvíldu þig, drekktu vatn og ef þú þarft, yfirgefðu salinn.
Nýjum iðkendum er ráðlagt að taka því rólega í fyrstu skiptin
og gefa líkamanum færi á að venjast hitanum og stöðunum.