Heitir Tímar

Um Heita Tíma

Heitir tímar eru samblanda af mótandi og streitulosandi æfingum í 35-39° heitum sal.
Þeir tímar sem eru í boði eru eftirfarandi: Warm fit, Hot Yoga, Hot Hiit, Hraust og Hress og Foam Flex.

Það sem ber að hafa í huga við að stunda heitan tíma er eftirfarandi:

  • Hafðu með þér vatnsbrúsa, handklæði og yogadýnu (yogadýnur eru á staðnum en gott að koma með sína dýnu).
  • Það er skylda að mæta með handklæði á dýnuna í alla tíma. Leiga á handklæði kostar 500 kr.
  • Mætið tímanlega, framvísið aðildar korti að stöðinni og fáið handklæði fyrir tímann.
  • Geymið allar persónulegar eigur fyrir utan salinn.
  • Verðmæti er hægt að geyma í móttökunni eða í lokuðum skáp í búningsherbergi. Koma þarf með eigin lás á skápinn.
  • Slökkvið á síma eða öðrum raftækjum áður en farið er inn í salinn.
  • Einbeittu þér að þínum líkama og þinni getu. Geta hvers og eins er mismunandi og það er allt í lagi.
  • Komdu með friði og ró og opnum huga í tímann.
  • Endilega verið með í slökun í lok tímans. Þar sem slökun er jafn mikilvæg og æfingarnar.