Hot HIIT

HOT HIIT

HOT HIIT Á VIRKUM DÖGUM
Tíminn fer fram í  37-39° heitum sal.
Leitast er eftir því að mynda hinn svokallaða eftirbruna eða aukinn fitubruna eftir að æfingu lýkur .
Snöggálagsþjálfun með stuttum en krefjandi lotum og hentar því vel fyrir þá sem vilja skjótan árangur.
Hver og einn getur unnið út frá sinni getu og þoli.
Góðar og langar teygjur í lokin og slökun með köldum bökstrum.
HOT HIIT Á LAUGARDÖGUM
Tíminn fer fram í  37-39° heitum sal
Lotuþjálfun í heitum sal þar sem unnið er í stuttum en krefjandi lotum. 30-35 mínútna keyrsla, unnið með marga vöðvahópa í hverri æfingu og góðar þyngdir.
Verðskuldaðar en örstuttar pásur teknar á milli æfinga (High Intensity Interval Training) .
Góðar og langar teygjur í lokin og slökun með köldum bökstrum.