Hot Yoga

Um Hot Yoga

Yoga er aldagömul aðferð sem stuðlar að jafnvægi líkama, hugar og sálar.
Hot Yoga er tegund af Hatha Yoga en upphafsmaður stílsins reynir með hitanum
að endurskapa þær aðstæður sem hann vandist í yoga iðkun sinni á Indlandi.

Hot Yoga hefur marga kosti, það eykur styrk, liðleika, brennslu og blóðflæði til vöðvana.
Það er einnig talið hreinsa líkamann.
En það eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga við iðkun Hot Yoga, svo sem vökvi.


Rannsóknir benda til þess að það sé mikilvægt að drekka vatn í Hot Yoga tíma. Gott er að drekka vatn fyrir tímann, á meðan honum stendur og eftir. Fyrir þá sem æfa oft í viku í mjög heitum sal (38°-40°C), geta drykkir sem innihalda steinefni og sölt verið nauðsynlegir. Við mikinn svita getur orðið skortur á söltum og steinefnum (s.s. natríum, kalíum, kalsíum og magnesíum) í líkamanum. Í móttöku Hress eru slíkir drykkir til sölu en einnig er hægt að búa til sinn eigin, það er t.d. gert svona:

  • Tveir bollar af hreinum ávaxtasafa
  •  Tveir bollar af vatni
  • ½ tsk. himalayasalt, t.d. frá Himneskt
  • 1 tsk. hunang (má sleppa)

Hot Yoga iðkendur drekka margir hverjir kókosvatn í sama til.

Myndagallerý


Fatnaður
Best er að vera léttklædd/ur og sýna hold því þá á líkaminn auðveldara með að svitna og viðhalda réttu hitastigi. Vinsamlegast athugið að reglur Hress gera ráð fyrir konur og karlar séu ávallt í topp við æfingar (og buxum eða stuttbuxum).


Hlustaðu á líkamann
Ef þér líður illa í tímanum, taktu mark á því.
Hvíldu þig, drekktu vatn og ef þú þarft, yfirgefðu salinn.
Nýjum iðkendum er ráðlagt að taka því rólega í fyrstu skiptin
og gefa líkamanum færi á aðvenjast hitanum og stöðunum.

Meðganga og sjúkdómar
Flestir sérfræðingar ráðleggja konum frá því að stunda Hot Yoga á meðgöngu, Hress mælir með því að konur sem ganga með barn mæti ekki í tíma í hituðum sal nema að höfðu samráði við lækni. Þeim sem þjást af sykursýki, hjarta- og lungnasjúkdómum er einnig ráðlagt að ráðfæra sig við lækni.

 

Yoga dýna eða handklæði
Vinsamlegast mætið með eigin yoga dýnu eða stórt handklæði.

Vinsamlegast mætið tímanlega og sýnið öðrum iðkendum þá tillitsemi að hafa hljóð í slökun.

Namaste.