Hress Heilsuefling 60+

Hress Heilsuefling 60+

Er fyrir alla áhugasama 60 ára og eldri sem vilja bæta líkamlegt atgervi sitt í jákvæðu umhverfi með einstaklings miðaðri þjálfun. Við bjóðum upp á lokaða tíma þar sem framúrskarandi þjálfarar taka vel á móti öllum. Þjálfararnir eru reynslu miklir, vel menntaðir og einstaklega skemmtilegir.
Öll umgjörð og aðbúnaður hefur sannað að árangurinn er mikill og ánægðir þátttakendur bera vott um það.

Um Hress
Hress heilsurækt hefur starfað í Hafnarfirði frá árinu 1987 og lengst allra fyrirtækja í bæjarfélaginu komið að heilsueflingu almennings á öllum aldursstigum.

Áralöng reynsla og þekking Hress hefur sýnt fram á að heilsurækt styrki félagsleg tengsl, hefur jákvæð áhrif á andlega líðan og líkamlegt athverfi ásamt því að hægja á öldrun og auka líkur á sjálfstærði búsetu fram eftir aldri.

Markmið og ávinningur
Markmið Hress heilsuræktar er að auka heilsulæsi iðkenda með fjölbreyttri hreyfingu með hækkandi aldri. Með Hress 60+ verður boðið upp á fjölbreytta þjálfun til að mæta betur þörfum allra til að vekja áhuga á heilsurækt og stunda hana reglulega til heilsubóta.

Þjálfunin miðast að því að bæta styrk, þol, líkamsbeitingu og liðleika með mælanlegum hætti.

Innifalið í Heilsueflingu Hress

  • Aðgangur að Hress heilsurækt með góðu aðgengi að vel útbúinni heilsurækt,tækjasal, hóptímum,búningaaðstöðu og saunabaði.
  • Einstaklingsmiðuð þjálfun og handleiðsla með aðgang að styrktar- og þolfimiþjálfurum
  • Styrktarþjálfun og þolþjálfun í tækjasal og volgur hóptímími í sal 1.
    Mánudaga kl. 9:00 – 9:55
    Miðvikudaga kl. 9:00 – 9:55
    Föstudaga kl. 9:40 – 10:30
    (tímasetningar verða fleir og aðlagaðar að óskum þátttakenda ef þurfa þykir)

Mælanlegur árangur

  • Heilsufarsmælingar á sex mánaða fresti.
  • Aðgangur að fjölbreyttumhópatímum*
  • Aðgangur að lokuðum facebook hópi

Auka hóptímar verða auglýstar sérstaklega hverju sinni á miðlum Hress og lokaðari facebook síðu Hress 60+. Allir skráðir meðlimir í Heilsueflingu Hress frá send skilaboð um dagskrá á Abler og á lokaðri facebook síðu hópsins.

Tímar í mælingar og ráðgjöf verða tímasettir persónulega fyrir hvern og einn með fyrirvara um tímaramma.

Allir sem vilja taka þátt í heilsueflingunni án þess að vera tengd alnetinu er velkomið að koma við í Hress eða hringja í síma 565-2212.

Skráning fer fram á Abler, í móttöku Hress, netfanginu hress@hress.is, eða í síma síma 565-2212.
Við skráningu í netpósti þarf að koma fram, nafn, kennitala og símanúmar.