Mömmu tímar

OPNIR MÖMMU TÍMAR

Tímarnir hefjast:

10. janúar 2023

Klukkan:

10:20

Nánari lýsing:

Opnir tímar ætlað barnshafandi konum og konum í fæðingarorlofi þar sem börnin eru velkomin með í tíma.  Lögð er áhersla á að æfa undir leiðsögn þjálfara sem er örugg og kemur konum á heilsusamlegan máta aftur í form á því stigi sem hentar hverri og einni.  Styrktar- og þolæfingar með réttri líkamsbeitingu og sérstök áhersla er á að styrkja grindarbotnsvöðva, djúpvöðva kvið- og bakvöðva í æfingaferlinu.

Góð aðstaða er fyrir börnin að sofa beint fyrir utan æfingasalinn og hægt er að ganga út um hurð á æfingasalnum til að sækja eða sinna börnunum.

Á staðnum eru barnastólar, teppi, leikgrindur og fleira fyrir þær sem vilja nýta sér slíkt.

Tímasetning:

Þriðjudaga & Fimmtudaga kl. 10:20-11:10

Sandra Bjarnadóttir

Sandra Bjarnadóttir er ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur og er í einkaþjálfaranámi hjá ÍAK. Hún starfar sem ljósmóðir á Landspítalanum. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu og heilbrigði, þá sérstaklega hreyfingu utandyra svo sem hlaupum og göngum. Hún á þrjár stelpur og þekkir vel til þeirra líkamlegu breytinga sem eiga sér stað á meðgöngu og eftir fæðingu.

Þjálfari:

Sandra