Hressar Mömmur

HRESSAR MÖMMUR

Næsta námskeið hefst:

Haust 2022

Klukkan:

10:00 & 13:10

Lengd:

4 vikur

Verð:

21.990

Verð fyrir meðlimi:

11.990

Lokað námskeið ætlað barnshafandi konum og konum í fæðingarorlofi þar sem börnin eru velkomin með í tíma.  Lögð er áhersla á að æfa undir leiðsögn þjálfara sem er örugg og kemur konum á heilsusamlegan máta aftur í form á því stigi sem hentar hverri og einni.  Styrktar- og þolæfingar með réttri líkamsbeitingu og sérstök áhersla er á að styrkja grindarbotnsvöðva, djúpvöðva kvið- og bakvöðva í æfingaferlinu.

Góð aðstaða er fyrir börnin að sofa beint fyrir utan æfingasalinn og hægt er að ganga út um hurð á æfingasalnum til að sækja eða sinna börnunum.

Á staðnum eru barnastólar, teppi, leikgrindur og fleira fyrir þær sem vilja nýta sér slíkt.

A.T.H. Takmarkað pláss í boði.

 

Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

Morgun námskeið:

Þriðjudaga & Fimmtudaga kl. 10:00-11:00

Hádegis námskeið:

Mánudaga & Miðvikudaga kl. 13:10-14:10

Ólöf Ósk

Ólöf Ósk er þjálfari Hressar mömmur. Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu, líkamlegri og andlegri líðan.  Hún vill efla hreyfigleði hjá fólki, hjálpa því að komast af stað og læra að elska hreyfingu á eigin forsendum. Ólöf á tvö börn, fædd 2016 og 2021. Báðar meðgöngunnar voru erfiðar líkamlega og þurfti Ólöf að læra á líkamann sinn aftur og byggja sig upp eftir fæðingarnar. Eftir erfið veikindi 2018 þurfti hún að endurskoða margt í lífinu, hægja á sér og finna taktinn á ný. Hreyfing hefur verið mjög mikilvæg fyrir hana til að ná sér aftur á strik. Vegna reynslu sinnar af langvarandi líkamlegum veikindum, meðgöngu og fæðingu hefur hún mikinn áhuga á að aðstoða fólk sem þarf að kynnast líkama sínum betur.
Ólöf er með CIMSPA Level 2 þjálfararéttindi frá Bretlandi og vinnur að því að öðlast Level 3 þjálfararéttindi þaðan. Auk þess að vera þjálfari hjá Hress hefur Ólöf verið aðstoðarþjálfari hjá Skokkhóp Hauka síðan 2017, og þá mest verið að vinna með nýliða hópsins.

 

Saga Kjærbeck

Saga Kjærbeck Finnbogadóttir er hress mamma, enda fjögra stráka móðir. Eftir meðgöngu sínar veit hún það manna best að það er ekki sjálfgefið að byrja að æfa eftir barnsburð. Eftir hverja meðgöngu þarf líkaminn sinn tíma til að byrja aftur og hefur það mikla áhrif á margar mæður andlega. Saga er að læra íþróttasálfræði í fjarnámi auk þess er hún markþjálfi og mun því eiga auðvelt með að hvetja þig áfram. Saga hefur verið þjálfari í Hress síðustu 4 ár og þjálfað námskeið eins og Hraustar Konur, Unglinganámskeið, Krakkanámskeiðin ásamt því að kenna opna tíma. Saga er menntuð ÍAK einka-og styrktarþjálfari, með UEFA réttindi frá KSÍ og einnig lagt stund á Íþróttafræði í HÍ. Saga hefur einnig þjálfað börn í Íþróttaskóla Hauka sl. í 10 ár og séð um Íþróttaskóla barna Álftaness í 4 ár. Saga er þekkt fyrir gott skopskyn og gerir allar æfingar lúmskar en ánægjulegar. Saga er nýbökuð móðir sem hefur mikla reynslu að koma til baka eftir meðgöngu, enda er hún strax byrjuð að æfa fótbolta, þjálfa í Hress og sjá um skokkhóp Álftaness.
Það er engin vafi á því að Saga muni leiðbeina mömmu hópnum í Hress með kærleika og krafti.

INNIFALIÐ:

Aðgangur að öllum opnum tímum og tækjasal fylgir námskeiðinu.

SKRÁNING:

Skráning og nánari upplýsingar  í síma 565-2212 eða á mottaka@hress.is
Einnig er hægt að skrá sig með því að kaupa aðgang að námskeiðinu hér.

Við tökum einnig við greiðslu í heimabanka: 135-26-4497 kt 540497-2149 – Vinsamlegast senda kvittun fyrir greiðslu á nonni@hress.is Taka þarf fram nafn þátttakanda, kennitölu og fyrir hvaða námskeið greitt er. Kvittunin gildir sem greiðsla.

Þjálfarar:

Ólöf

Saga