Frábær alhliða þjálfun fyrir allan líkamann.
Vöðvauppbygging með styrktaræfingum, þol og sprengikraftsæfingar með og án áhalda.
Í tímunum eru notuð handlóð, stangir, þyngdarboltar, teygjur, kassar ofl.
Tímarnir eru fjölbreyttir að uppsetningu og álagið breytilegt.
Hver og einn stjórnar álaginu á sínum forsendum.
Góð samvinna og mikið fjör!
