Warm Fit +

 Um Warm Fit +

Mótandi æfingar í 37-39° heitum sal.
Tíminn er blanda af æfingum úr Pilates, Yoga, ballett og Jane Fonda æfingum.
Einnig eru notuð lóð, teygjur og boltar til auka áreynsluna enn frekar.
Mætum berfætt með vatn og handklæði eða eigin dýnu.

 

Fatnaður
Best er að vera léttklædd/ur og sýna hold því þá á líkaminn auðveldara með að svitna og viðhalda réttu hitastigi. Vinsamlegast athugið að reglur Hress gera ráð fyrir konur og karlar séu ávallt í topp við æfingar (og buxum eða stuttbuxum).

Yoga dýna eða handklæði

Vinsamlegast mætið með eigin yoga dýnu eða stórt handklæði.

Hlustaðu á líkamann

Ef þér líður illa í tímanum, taktu mark á því. Hvíldu þig, drekktu vatn og ef þú þarft, yfirgefðu salinn. Nýjum iðkendum er ráðlagt að taka því rólega í fyrstu skiptin og gefa líkamanum færi á að venjast hitanum og stöðunum.

39742462_1051937491646153_856609881199738880_n