Black Light Yoga

Black Light Yoga

90

Mínútur

Stig:
Hámarksfjöldi
50
Þjálfarar:

Hvað er Black Light Yoga?

Black Light Yoga er kraftmikill yoga tími, stöðurnar flæða við taktfasta, sexí tóna og neonljós. Black Light Yoga er Yoga Partý.
Í hverju á ég að mæta?
Hvít og neonlituð föt eru heppileg, því þau lýsa í neonljósunum. Hér má finna hugmyndir.

Á ég að mála mig í neon litum?

Ef þú villt, HRESS býður öllum þátttakendum upp á fría málningu fyrir tímann. Litirnir verða teknir fram klukkan sjö, ásamt yoga veigum. Hress hvetur því þátttakendur til að mæta snemma!

Fyrir hvern er tíminn?

Tíminn hentar flestum. Í tímanum leiða Elín og Dori þátttakendur í vinyasa flæði og nokkuð krefjandi stöður. En það góða við yoga er að það er ekkert mál að aðlaga stöðurnar að hverjum og einum. Það er alltaf í lagi að hvíla sig ef stöðurnar henta ekki, svo ef þér langar að prófa – skelltu þér! Þó þú hafir aldrei farið í yoga áður.
Tíminn er að hluta til á íslensku og að hluta á ensku.

Er tíminn HEITUR?

Það verður hlýtt í salnum, ekki heitt. En flæðið hitar líkamann innan frá svo það hitnar væntanlega í salnum eftir því sem líður á tímann.
Hvað kostar?
1.000 kr fyrir korthafa og  1.900 kr. fyrir gesti sem er verð fyrir stakan tíma. Gjaldið gengur upp í kort í Hress.

Þarf ég að skrá mig?

Já, á heimasíðu Hress www.hress.is! Dýnurnar eru takmarkaðar svo ekki bíða með að skrá þig.

Hverjir kenna tímann?

Elín Skúladóttir og Dori Levitt Baldvinsson leiða tímann, þær eru báðar yoga kennarar hjá Hress. Elín hefur lokið akademísku meistaranámi í íþróttafræðum og hefur kennt yoga í rúm tíu ár, hún sigldi um höfin blá á skemmtiferðarskipi og kenndi ferðalöngum yoga. Dori er útskrifuð YBB yoga þjálfari, hún hefur starfað sem atvinnu sólódansari og sýnt um allan heim, m.a. off-Broadway í New York. Hún hefur komið fram í tónlistarmyndböndum með listamönnunum Sting, No Doubt, og R-Kelly.