Hvernig get ég aukið brennsluna?
Til að brenna fitu og komast í betra form eru til margar leiðir, ein þeirra er að nota hlaupabretti, önnur að lyfta lóðum. Sama hvaða hreyfingu við veljum, þá vilijum við nýta erfiðið sem best til þess að brenna fitu. Sérfræðingar hafa sagt að til þess að fitubrennsla líkamans sé hámörkuð, þurfi að æfa um allt að 300 mínútur á viku ( 5 klst. ).
Hámarkaðu æfingaárangurinn
Algengt er að fólk stilli mataræðið af þannig að innbyrtar hitaeiningar séu nokkur hundruðum færri en brenndar, en hvernig förum við að því að hámarka árangurinn og ná fram hámarks fitubrennslu?
Sprengikraftsþjálfun virkar vel
Þegar þú vilt auka fitubrennslu þá er sprengikraftsþjálfun ótrúleg öflug. Kraftur, hraði, hopp og hvíld. Keyrðu púlsinn upp og taktu svo góða hvíld á milli. Því lengur sem þú æfir, þeim mun meiri verður fitubrennslan.