Hjól Activio

Hjól Activio

Activio er afar áhrifarík leið til að stunda hvetjandi og skemmtilega heilsurækt með hjartsláttarmælingum

activio mVið munum vera önnur heilsuræktarstöðin í heiminum sem verður með Activio í tækjasalnum ásamt því að auka fjölbreytnina í hjólasalnum til muna.
Activio hjálpar þér að ná þínum markmiðum og hefur verð notað af heimsþekktu íþróttafólki eins og meistararnir í fótboltaliði Barcelona.

 

Hvetjandi og skemmtileg hópþjálfun

Activio er afar áhrifarík, hvetjandi og skemmtileg hópþjálfun byggð á hjartsláttarmælingum.
Hentar öllum, byrjendum jafnt sem topp íþróttafólki. Þjálfunarupplifun sem er engu lík.
Activio er ný tækni sem sýnir púls þátttakenda á stóru tjaldi.
Skífa sem er tengd þínum púlsmæli gefur nákvæmar upplýsingar um hvað þú leggur mikið á þig í tímanum.
Aðeins þú veist hvaða skífa er tengd þínum púlsmæli.
Activio gerir þátttakendum kleift að æfa á því álagi sem hentar þeim best til að ná hámarks árangri.

MyndagallerýUpplýsingar um frammistöðu þína

Markviss þjálfun með stöðugar upplýsingar um ákefð og uppbygging æfingakerfisins gera fólki kleift að auka hitaeiningabrennslu og þjálfa á áhrifaríkan hátt. Sú nýjung er í kerfinu að þú getur stofnað þinn reikning inn á myactivio.com en þá geturðu skráð þig inn á þínum eigin reikning fyrir hvern tíma og færð tölvupóst að tíma loknum með upplýsingum um frammistöðu þína í tímanum, hitaeiningabrennslu, meðalpúls o.fl.

EYKUR GRUNNBRENNSLU LÍKAMANS

Vertu með í Activio. Þú svitnar, skemmtir þér, styrkir hjarta- og æðakerfið, eykur grunnbrennslu líkamans, myndar eftirbruna og brennir hundruðum hitaeininga. Það besta er að þú veist nákvæmlega hve vel þú ert að vinna allan tímann.

  • Teygjur fyrir púlsmælana fást í afgreiðslu.  Verð kr. 2.900.-

Þá átt þú þína eigin teygju og færð afhentan púlsmæli þér að kostnaðarlausu í hvert sinn sem þú kemur í Activio- tíma.

Video úr tíma