Ég vil bæta styrk og stækka vöðva
Þjálfunaraðferðir við að auka styrk og vöðva eru margar og til þess að þú getir valið þá réttu fyrir þig þarftu að huga að mörgu. Val á æfingum, hversu margar æfingar í senn, hvíld milli æfinga, hversu lengi á að æfa og svo hversu mikið viltu að álag þolir þú.
Hvert er þitt markmið?
Margir leitast er eftir því að byggja upp þol, stækka vöðva og bæta aflið. Styrktarþjálfun er okkur öllum nauðsynleg og hægt að stunda á ótal vegu. Markmið hennar fyrir almenning er að stuðla að heilbrigðum vöðvastyrk og góðri líkamsstöðu. Styrktarþjálfun leiðir ekki alltaf til mikillar stækkunar á vöðvum. Til að stækka vöðvana þá þarf sérhæfðar æfingar.
Heilbrigður og sterkur líkami
Styrktarþjálfun getur haft jákvæð áhrif í baráttunni við algenga lífsstílssjúkdóma og hefur jákvæð áhrif á beinheilsu. Styrktarþjálfun er því einnig mikilvægur þáttur í uppbyggingu hámarks beinmassa sem á sér stað í æsku, á unglingsárum og fyrstu fullorðins- árunum.