Fréttir
04
01
2019

Krefjandi fyrir 16-18 ára

Nánari lýsing:

Krefjandi er nýtt námskeið hjá sem hentar krökkum sem hafa verið á námskeiðunum okkar eða verið í íþróttum og vilja finna sér nýjan farveg.

Í boði verða fjölbreyttar og skemmtilegar þjálfunar leiðir með mismunandi áherslum.
Æfingarnar eru settar upp á þann hátt að allir geta tekið þátt, óháð því í hvaða formi þeir eru.

Við þjálfum kroppinn á fjölbreyttan máta til að komast í gott form.
Við hjálpum og hvetjum þátttakendur til að gera meira en þeir vissu að þeir gætu.
Við náum árangri saman sem hægt er að vera stoltur af.

Tímarnir enda oft á góðum teygjum og spjalli þar sem krakkarnir fá upplýsingar um ýmislegt sem tengist heilbrigðum lífsstíl.

Kynntar eru flestar þjálfunarleiðir HRESS þar á meðal: tabata, stöðvaþjálfun, krossfit, þjálfun í tækjasal og margt fleira.

 

Kenndir eru 3 tímar í viku:

Þriðjudaga og fimmtudaga 18:30-19:25 og laugardaga 11:30-12:25

Verð: kr. 23.990

Niðurgreitt af Hfj, Grb, Kóp og Rvk.

Þjálfarar: Gísli og Saga

Námskeiðið varir í 8 vikur

Tengdar fréttir