Pilates Klassík
Námskeiðið er kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 6:05
Verð 5 vikur:
17.990 kr
8.990 kr – fyrir korthafa
Í tímunum er tekið vel á öllum líkamanum án hamagangs og henta tímarnir því vel öllum aldurshópum (bæði konum og körlum). Kennt í volgum sal.
Pilates æfingakerfið byggir á sex meginreglum sem styðja að heilbrigðum líkama & sál; öndun, einbeitingu, flæði, nákvæmni, þol og slökun.
Með æfingunum öðlumst við betri líkamsstöðu og aukinn liðleika og drögum þannig úr hættu á meiðslum. Pilates er yfir 90 ára gamalt alhliða æfingakerfi (dregur nafn sitt af upphafsmanni sínum Joseph Pilates) sem hefur slegið í gegn um allan heim og hentar vel bæði konum&körlum.
Æfingarnar eru góð blanda af styrktar-og teygjuæfingum sem reyna bæði á hug&líkama. 10 góðar ástæður til að æfa Pilates: Aukinn styrkur djúpvöðva Góð líkamsstaða Fyrirbyggja skaða Grannir&langir vöðvar /styrkir vöðvafestur Aukið blóðflæði Spennulosun Aukin líkamsvitund Aukinn liðleiki Betra jafnvægi & einbeiting Styrkja miðju líkamans (kviðvöða, neðri hluta baks og mjaðma)
Þjálfari er Petra Baumruk