Fréttir
09
01
2019

KREFJANDI EINKAÞJÁLFUN FYRIR 16-18 ára

Eftir: Sirrý 0

KREFJANDI EINKAÞJÁLFUN FYRIR 16-18 ára
STELPUR 16-18 ára
STRÁKAR 16-18 ára


Nýir tímar í tækjasal sem henta krökkum sem hafa verið
á námskeiðunum okkar eða verið í íþróttum og vilja finna sér nýjan farveg.
Í boði verða fjölbreyttar og skemmtilegar þjálfunarleiðir
með mismunandi áherslum.


Æfingarnar eru settar upp á þann hátt að allir geta tekið þátt,
óháð því í hvaða formi þeir eru í upphafi.
Við hvetjum þátttakendur til að gera meira en þeir töldu sig geta.
Við náum árangri saman sem hægt er að vera stoltur af.
Tímarnir enda oft á góðum teygjum og spjalli þar sem allir fá upplýsingar um það nýjasta sem tengist heilbrigðum lífsstíl.


Námskeiðin hefjast 14. janúar-11.mars í 8 vikur

Þri. og fim. 18:30-19:25 og laugard. 11:30-12:25

Verð 23.990.-
(Niðugreitt af Hafnarfjarðabæ, Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík)
Þjálfarar eru:
Gísli Steinar Sverrisson og Saga Kjærbech, IAK Þjálfarar

Skráning og greiðsla:

Námskeiðin eru niðurgreidd af Hafnarfjarðarbæ, Garðarbæ og Reykjavík.
Þú getur skráð þig sjálf/ur á námskeið hjá okkur með því að hringja í síma 565-2212 eða senda tölvupóst á mottaka@hress.is
Mundu að tilgreina námskeið, tíma, kennitölu og símanúmer.

Skráning á vef:
1. hress.felog.is
2. Mínar síður
3. Skráðu þig inn með Íslykli
4. Niðurgreiðslur
5. Hægt að greiða á staðnum og fá endurgreiðslu hjá Hafnarfjarðarbæ, Garðarbæ og Reykjavík