Fréttir
05
01
2025

Áríðandi að hafa í huga við skráningu í hóptíma í Hress

Áríðandi að hafa í huga við skráningu í hóptíma í Hress:
  • Við tökum eftir því ef þú skráir þig í tíma en mætir ekki. Komur í tíma eru staðfestar með innslætti á kennitölu í Ipad í móttöku Hress.
  • Munið að hægt er að afskrá sig í tíma með 45 mín. fyrirvara svo að aðrir iðkendur eigi kost á að nýta sér plássið.
  • Abler skráningarkerfið okkar er hannað með hag meðlima að leiðarljósi og fyrst og fremst til að hámarka líkur á því að flestir komist í vinsælustu hóptímana.
  • Skráningarkerfið er í stöðugri þróun og alltaf verið að betrum bæta það. Það er ekki fullkomið en því fylgja mun fleiri kostir en gallar. Skráningarkerfið er sjálfvirkt kerfi og því gilda reglurnar jafnt fyrir alla svo að það virki sem best.
  • Við vitum að allt getur breyst og margt komið upp á í lífinu og það kemur að fólk nái ekki að skrá sig úr tíma.
  • Með þessum ráðum viljum við koma í veg fyrir að þurfa að setja fólk í skráningabann í 7 daga sem verður gert eftir 6. Janúar 2025.
  • Hverskyns undanþágum vegna skráningabanns er því miður ekki hægt að verða við.
Hlökkum til að takast á við árið 2025 enda margt nýtt og spennandi sem verður í boði í Hress.
Sjáumst Hress ❤