Fréttir
07
06
2024

ARNA ÖSP

ARNA ÖSP 🚴🏽‍♀️
Við í Hress erum einstaklega stolt og ánægð með að fá Örnu Ösp í okkar raðir sem þjálfara og hjólakennara.
Hjól eiga hug hennar og hjarta enda hefur hún æft hjólreiðar með Breiðablik frá 2016 en hjólað mun lengur. Hefur mikla reynslu af götuhjólreiðum og náð ágætis árangri í keppni á því sviði. Hefur einnig náð því að verða bikarmeistari í tímatöku í sínum aldursflokki. Arna hefur líka keppt í fjallahjólreiðum og undanfarið lagt áherslu á keppni í rafhjólreiðum. Hún hefur einnig ferðast og hjólað víða erlendis. Arna stefnir á að leggja áherslu á hjólaþjálfun í íþróttakennaranáminu sem hún er að hefja í vetur.
Arna verður með hádegis hjólatímann á morgun, föstudag 7. júní kl. 12:05 😍
Uppsetning tímans:
„Inniæfingar skila sér margfalt. Hörkuæfing sniðin að því að bæta súrefnisupptöku (VO2max) og hentar því öllum sem vilja bæta almennt úthald og þol.
Lofa geggjaðri tónlist, gleði, svita og rífandi stemningu!! Smá teygjur í lokin á hjólinu og mun ég gefa góð ráð um teygjur fyrir hjólara. Mætt aðeins fyrr til að aðstoða fólk með stillingar (bikefit) á hjólunum – mæli með ef einhver hefur verið að finna fyrir óþægindum á hjólinu“