Fréttir
01
03
2021

Biðlisti í alla opna tíma.

Góðan daginn kæru Hressarar,
Skráningarkerfið okkar býður nú upp á biðlista í alla opna tíma.
Mikilvægt er að afboða sig í tíma með tveggja tíma fyrirvara ef aðstæður breytast svo aðrir geti nýtt plássið.
Við vekjum athygli á því að ef fólk ítrekað afboðar sig seint eða mætir ekki í bókaðan tíma er hætta á því að vera sendu/ur í orlof frá Hress. Orlofið stendur yfir í 5 daga, þ.e.a.s. þú getur ekki bókað þig í tíma á því tímabili en frjálst að mæta upp í Hress og freistast þess að fá pláss.
A.T.H. Ef pláss losnar með meira en 2 klst. fyrirvara fær sá sem er fremstur á biðlistanum plássið. Ef pláss losnar með minna en 2 klst. fyrirvara fá allir á biðlistanum póst, sá sem er fyrstur að svara póstinum fær plássið.
Mikilvægt er að svara póstinum ætli viðkomandi að nýta sér plássið.
(pósturinn hefur farið í rusl-póst hjá nokkrum)