-Stundaðu hreyfingu sem þú hefur ánægju af og hafðu hana fjölbreytta, þá endist þú lengur.
-Hrósaðu þér og hrósaðu öðrum, baðaðu þig í jákvæðni og notaðu fallegasta skartið sem þú átt – brosið.“
Hvert er skrýtnasta heilsuráð sem þú hefur heyrt?
„Þau eru of mörg til að geta valið á milli þeirra. Í mínu starfi fer ekkert framhjá manni, allir kúrar og öll tæki og tól sem eiga að bjarga heilsunni á augabragði. Hver man ekki eftir bumbubananum, rugguhestinum, handhristaranum, úlnliðsbandinu, megrunarplástrunum og magabeltinu? Og svo allir sveltikúrarnir sem vökva og steinefnatæmdu kroppa landsins með misalvarlegum afleiðingum.“
Hvað gerirðu þegar þú vilt gera vel við þig?
„Fer út að borða, og þá er Tilveran í Hafnarfirði í miklu uppáhaldi, fer upp í sumarbústað, panta mér tíma í nudd eða dekur, leggst upp í sófa með risastóra poppskál og gott rauðvínsglas og reglulega nýti ég mér hótelgistingar á aha.is.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa?
„Geri allt klárt fyrir næsta dag og áður en ég sofna fer ég með allar bænirnar sem mamma og pabbi kenndu mér.“