Fréttir
12
01
2021

Gleðilegt nýtt HRESS ár

Eftir: Sirrý 0

Gleðilegt nýtt HRESS ár

Hress opnar miðvikudaginn 13. janúar.
Við höfum aðlagað starfsemi okkar að tilmælum sóttvarnayfirvalda.

• Hámark 20 manns í hvern tíma
• Grímuskylda þar til æfing hefst og strax á eftir æfingu.
• Búningsherbergi verða lokuð til að byrja með.
• Skráning er í alla hóptíma og hámarks viðvera er 60. min.
• Við höldum tveggja metra reglunni.
• Við deilum ekki búnaði
• Við þrífum hendur fyrir og eftir æfingu

Í æfingasölunum verður hægt að skrá sig í tíma og verða þjálfarar á staðnum á þeim tímum sem í boði eru.
Tækjasalur verður lokaður en við höfum sett saman spennandi hóptíma í tækjasalnum svo þú getir stundað þína styrktarþjálfun með spennandi tilbreytingum í smærri hópum. Að sjálfsögðu verður þjálfari á staðnum. Nánar síðar á tímatöflu hress.is.

• Þolþjálfun í tækjasal
• Wod tímar
• Stöðvar á staðnum

Við höldum glöð saman inn í nýtt æfingaár og temjum okkur jákvæðni og bjartsýni með von um að það séu auðveldari tímar framundan ❤
Tengdar fréttir