Fréttir
15
10
2019

Gott að vita um Hressleikana 2019

Eftir: Lovísa Björt 0
Hressleikarnir verða haldnir laugardaginn
2. nóvember frá 9:00-11:00.
Leikarnir eru hrikalega skemmtilegt æfingapartí sem varir í tvo tíma. Átta lið í 30 manna hópum, hver hópur er með sitt lita þema sem æfir í átta 13 min. lotum um alla stöðina.
Við styrkjum gott málefni og allur ágóði rennur til einstaklings/fjölskyldu og munum við tilkynna styrktarmálefnið á næstu dögum.
Við hefjum skáningu fimmtudaginn 17. okt. kl. 14:00. Þátttökugjald er 3000 kr. á mann og allir eru velkomnir.
Það þarf ekki að eiga kort í Hress til að taka þátt, hver sem er má skrá sig í netverslun Hress: https://www.hress.is/voruflokkur/hressleikar/
Ef fólk vill kaupa upp heilt lið þá þarf að staðgreiða það ekki seinna en miðvikudaginn 16. okt.
Söfnunar reikningur Hressleikanna er:
0135-05-71304 á kenni­tölu 540497-2149
Happdrætti Hressleikanna fer í sölu 17. okt. hver miði kostar 500 kr. við þiggjum vinninga frá þeim sem geta lagt okkur lið þar sem happdrættið er ein af okkar betri söfnunarleiðum.