Fréttir
18
06
2020

Gym-Work

GYM-WORK

Nýtt námskeið ætlað unglingum í 7. til 10. bekk hefst 22. júní- 12. Júlí.

Tveir lokaðir tímar á viku þri. og fim. kl. 16:15.-17:00.

Aðgangur að öllum opnum tímum í Hress*

Markmið tímanna er að bæta alhliða form með sérstakri áherslu á góða líkamsbeitingu, kjarnastyrk og liðleika.

Farið er yfir æfingar fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans, tæknilegu atriðin í æfingum með eigin líkamsþyngd og undirstöðuatriðin í Ólympískum lyftingum og margt fleira.

Ætlað þeim sem langar að komast í hörkuform, bæta úthald og styrkja líkamann.

Þjálfarar eru: Gísli Steinar Sverrisson, Gyða Eiríksdóttir,

Gunnar Karl Gunnarsson, Saga Kjærbech.

*Utan námskeiðs þurfa iðkendur yngri en 13 ára að vera í fylgd forráðamanna.

Ekki er hægt að greiða fyrir sumarnámskeið með frístundastyrk þar sem námskeiðin eru ekki styttri en 12 vikur.

Skráning og nánari upplýsingar á hress.is, hress@hress.is og í síma 565-2212.

Verð. 9.990.-

Næsta námskeið hefst 13. Júlí-1. Ágúst.