Fréttir
11
07
2022

HEILSU OG ÆFINGAFERÐ

Heilsu- og æfingaferð með Gyðu til Wroclaw í Póllandi  27.september –  4.október

Endurnærandi heilsu og æfingaferð með Gyðu. Markmið ferðarinnar er fyrst og fremst að gefa sér tíma fyrir eigin heilsu í góðum félagsskap og kynnast heilsumeðferðum sem eru vinsælar í Póllandi. Gist verður á mjög góðu 4 stjörnu hóteli Zamek Topacz Resort and Spa sem er gamall kastali með nútíma þægindum og  með 5 stjörnu Spa . Falleg náttúra er í kringum hótelið sem verður vel nýtt í göngur og útiæfingar. Einnig er hægt að fara í tennis og leigja reiðhjól.
Skipulagðar æfingar í fallegum sal daglega þar sem við vinnum með æfingar með pilates bolta, eigin líkamsþyngd og lagðar miklar áherslur á djúpteyjur.
Við munum fara 2 sinnum  í súrefnismeðferð sem er ein sú vinsælasta  í dag í heilsuheiminum og er  endurnærandi fyrir líkama og sál.

Þar sem þetta er Spa hótel þá er tilvalið að skella sér í sundlaugina oog pottana eftir góða æfingu, einnig er að sjálfsögðu hægt að panta sér í spennandi snyrtimeðferðir og nudd  í þessu fallega Spa. (meðferðirnar kosta aukalega)
Boðið verður upp á vitamínrennsli (vitamin infusion) gegn aukagjaldi fyrir áhugasama.
Við munum fara í borgar og verslunarferð til Wroclaw sem er stór og glæsileg borg með áhugaverðum stöðum sem skemmtilegt er að skoða og gott að versla þar.
Einnig verður boðið upp á hálfs dags göngu í nátturugarði fyrir áhugasama.

Gyða Eiríksdóttir 

Er FIA einkaþjálfari og LES MILLS kennari sem hefur starfað sem þjálfari í 15 ár. Hún vinnur á líkamsræktarstöðinni HRESS og kennir þar vinsæla hóptíma samhliða einkaþjálfun. Hún hefur yfir 20 ára reynslu í líkamsræktar og heilsugeiranum og tekið þátt í fittnessmótum. Gyða hefur haft annan fótinn í Póllandi síðast liðin 13 ár og er mjög kunnug um hvað landið býður upp á fyrir alla þá sem sækjast um að efla heilsu sína.