Fréttir
30
01
2020

Hress hefur samstarf við TrainAway

Auðveldur ræktar aðgangur þegar þú ferðast: 

Ertu að leitast eftir auðveldu aðgengi að rækt þegar þú ferðast? Við erum með lausnina!
Við höfum hafið samstarf við TrainAway sem gefur Hress áskrifendum auðveldan aðgang að 1400 ræktum í yfir 40 löndum.

Haltu rútínunni gangandi meðan þú ferðast!
Það þarf ekki lengur að vera vesen að finna aðgang að góðri rækt meðan þú ert í fríi.
Við getum verið sammála um það að þegar við förum í frí hefur það oft áhrif á árangurinn sem við höfum haft fyrir mánuðum saman og um leið og við förum í frí fer allur árangurinn beint út um gluggan. Það þarf ekki að vera vandamál lengur, haltu í formið á meðan þú ferðast með auðveldu aðgengi að 1400 ræktum í gegnum TrainAway!

Nýtt samstarf við TrainAway
Við höfum hafið samstarf við TrainAway sem gefur Hress áskrifendum fljótlega og einfalda lausn á að finna rækt og að kaupa dagspassa, þriggja daga passa eða vikupassa. TrainAway býður upp á þessa þjónustu á yfir 100 áfangastöðum um allan heim. Til að nefna nokkur dæmi: New York, Los Angeles,London, París, Róm, Kaupmannahöfn, Barselóna, Lisbon og Sidney, ásamt fleiri borgum.

Markmið TrainAway er að gera fólki sem ferðast auðveldara að finna líkamsrækt sem er nálægt þeim og sleppa við óþarfa vandræði við að finna réttu ræktina.
TrainAway er stærsti vettvangur í heimi til að hjálpa fólki sem ferðast að halda sér í formi!

Hvort sem þú er að ferðast vegna viðskipta eða ert einfaldlega bara að fara í frí Þá veljum við sjaldan heilsusamlega kostinn. Áfengi og óhollt mataræði á það til að verða fyrir valinu og afköst þar af leiðandi minnkar. Nú þegar það er komin svona einföld leið til að finna og kaupa aðgang að líkamsrækt er ekki lengur afsökun að halda sér ekki í formi í fríinu. Nú þarftu ekki að hafa áhyggjur á því að koma heim og reyna að komast í sömu rútínuna, vegna þess að þú ert búin/nn að viðhalda henni allan tímann!

Hvernig virkar TrainAway?
Fylgdu þessum fjórum einföldu skrefum:

  1. Downloadaðu  og skráðu þig frítt inn á TrainAway appinu eða á www.trainaway.fit
  2. Fyndu ræktina sem þú vilt æfa hjá og kauptu passa.
  3.  Mættu á staðinn og sýndu afgreiðslunni að þú sér búin/n að kaupa passa.
  4.  Eigðu góða æfingu!

Viðskiptavinum Hress býðst 20% í allar TrainAway stöðvar!

 

Tengdar fréttir

30.01.2020

KREFJANDI 6:05

Höfundur:

30.01.2020

KREFJANDI 17:30

Höfundur:

30.01.2020

KREFJANDI 18:30

Höfundur: