
Hressar Mömmur
HRESSAR MÖMMUR
Hefst 21. febrúar og 22.febrúar 2022
Tvö námskeið í boði: (takmarkaður fjöldi)
Kl. 10:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Kl. 13:10 mánudaga og miðvikudaga
Lokað námskeið ætlað barnshafandi konum og konum í fæðingarorlofi þar sem börnin eru velkomin með í tíma. Lögð er áhersla á að æfa undir leiðsögn þjálfara sem er örugg og kemur konum á heilsusamlegan máta aftur í form á því stigi sem hentar hverri og einni. Styrktar- og þolæfingar með réttri líkamsbeitingu og sérstök áhersla er á að styrkja grindarbotnsvöðva, djúpvöðva kvið- og bakvöðva í æfingaferlinu.
Góð aðstaða er fyrir börnin að sofa beint fyrir utan æfingasalinn og hægt er að ganga út um hurð á æfingasalnum til að sækja eða sinna börnunum.
Á staðnum eru barnastólar, teppi, leikgrindur og fleira fyrir þær sem vilja nýta sér slíkt.