
HRESSFRÉTTIR- Covid 19
HRESSFRÉTTIR- Covid 19
Í ljósi 4 vikna samkomubanns sem tekur gildi 16. mars til mánudagsins 13. apríl munum við gera nokkrar breytingar er varða öryggi og reglur um almannavarnir.
Hámarksfjölda í hóptímum mun lækka og samhliða því þarf að gæta þess vel að halda fjarlægð á milli iðkenda í tveimur metrum. Við beinum þeim tilmælum til iðkenda að deila ekki áhöldum og sótthreinsa vel fyrir og eftir notkun. Fylgist vel með tímatöflunni okkar og mögulega verður opnað fyrir skráningar í alla tíma svo allir geti tryggt sér pláss. Barnagæslan verður lokuð og hreinlæti aukið.
Allar uppbyggilega ábendingar um það sem betur má fara má senda á hress@hress.is.
Munum að góð næring og heilbrigður lífsstíll styrkja ónæmiskerfið og því dýrmætur forvarnarþáttur.