Fréttir
24
09
2024

HRESSLEIKARNIR 2024

Eftir: Sirrý 0
Góðgerðarleikarnir okkar verða haldnir laugardaginn 2. nóvember frá 9:00-11:00.

Leikarnir eru tveggja tíma æfingapartí þar sem sjö lið í 30 manna hópum æfir í sjö fjölbreyttum lotum, hver hópur er með sitt litaþema. Öllum velkomið að taka þátt.

Við styrkjum gott málefni og ágóðinn rennur til einstaklings/fjölskyldu sem við veljum til að styrkja.
Hugmyndir að styrktarmálefni má senda á hress@hress.is valið verður úr umsóknum af nefnd skipaðri af Hress.
Happdrættið verður á sínum stað og vinningar vel þegnir þegar þar að kemur.

Allar dagsetningar varðandi frekara skipulag verða tilkynntar í október.