
Kæru Hressarar
Kæru Hressarar,
Hress lokar tímabundið eins og heilsuræktarstöðvum er fyrirskipað að gera vegna hertra sóttvarnaraðgerða
frá og með 5. október.
Við skiljum vel að þetta reynir á þolrifin en við mælum með að við séum bjartsýn á betri framtíð með þessum aðgerðum.
Starfsfólk Hress hvetur ykkur til að vera hugmyndarík og halda áfram að hreyfa ykkur. Við munum koma til með að henda í útiæfingar eða gönguferðir til að halda okkur við efnið.
Þriðjudaginn 6. okt. fer Linda Hilmarsdóttir í göngu
við Hvaleyrarvatn kl. 9:15. Upphitun, ganga, teygjur.
Laugardaginn 10. okt. gengur Helena Jónasdóttir
á Helgarfell kl. 9:30. „léttar“ æfingar á toppnum.
Fylgist með hér á Facebook síðunni og hress.is