Fréttir
04
10
2020

Kæru Hressarar

Kæru Hressarar,
Hress lokar tímabundið eins og heilsuræktarstöðvum er fyrirskipað að gera vegna hertra sóttvarnaraðgerða
frá og með 5. október.
Við skiljum vel að þetta reynir á þolrifin en við mælum með að við séum bjartsýn á betri framtíð með þessum aðgerðum.
Starfsfólk Hress hvetur ykkur til að vera hugmyndarík og halda áfram að hreyfa ykkur. Við munum koma til með að henda í útiæfingar eða gönguferðir til að halda okkur við efnið.
Þriðjudaginn 6. okt. fer Linda Hilmarsdóttir í göngu
við Hvaleyrarvatn kl. 9:15. Upphitun, ganga, teygjur.
Laugardaginn 10. okt. gengur Helena Jónasdóttir
á Helgarfell kl. 9:30. „léttar“ æfingar á toppnum.
Fylgist með hér á Facebook síðunni og hress.is