
Mikilvægar upplýsingar varðandi skráningu í tíma
Til þess að hafa aðgang að nýja skráningarkerfinu okkar þarft þú að fylgja eftirfarandi skrefum:
- Fylla út form í móttöku HRESS.
- Senda netpóst á mottaka@hress.is með eftirfarandi upplýsingum:
- Fullt nafn.
- Virkt netfang.
- Fyrstu sex í kennitölu.
- Heimilisfang, póstnúmer og bæjarfélag.
Eftir að þú hefur klárað eitt af ofan töldum atriðum ættir þú að fá netpóst frá Hress sem lýtur svona út:
Þegar þú hefur fengið netpóst getur þá klárað að setja upp aðganginn þinn og byrjað að skrá þig í tíma 🙂
Við mælum með fyrir alla að hlaða niður Wodify Client forritinu í símann sinn (ekki Wodify Core né Wodify Athelte) og skrá sig í tíma þar.
Einnig er hægt að skrá sig í tíma í gegn um tölvu hér.
ATH ef viðkomandi hefur átt Wodify aðgang áður, þarf samt sem áður að fylgja þessum skrefum til þess að fá aðgang að tímum í HRESS.