Fréttir
18
02
2021

Nýtt skráningarkerfi tekur gildi 22. febrúar

Kæru hressarar, nýtt skráningarkerfi tekur gildi mánudaginn 22. febrúar.

Hægt verður að skrá sig í tíma með 48 klst. fyrirvara sem þýðir að laugardaginn 20. febrúar getur þú byrjað að skrá þig í tíma fyrir næstu viku.

Allir sem tóku þátt í könnun sem við sendum út ættu að fá netpóst frá Hress fyrir þann tíma þar sem farið er í gegn um það hvernig setja á upp persónulegan aðgang.

Þeir sem ekki tóku þátt í könnuninni fyrir 13. febrúar þurfa að fylla út form í móttöku Hress til þess að fá aðgang að skráningarkerfinu.

Upplýsingar um skráningu:

  • Hægt verður að skrá sig í tíma í gegn um Wodify athlete appið eða á heimasíðu Hress. Fyrir ofan tímatöfluna er linkur : „Hér getur þú nálgast Wodify tímatöfluna okkar“
  • Skráning hefst 48 klst. fyrir hvern tíma.
  • Biðlisti í tíma er væntanlegur í byrjun mars.
  • “Skammarkrókur” væntanlegur í byrjun mars.

*Við höfum útbúið „Prufu Skráningu“ þar sem hægt að skrá sig til þess að æfa sig sjá hvernig kerfið virkar!