Fréttir
18
03
2021

Skammarpóstur og biðlisti

Skammarpóstur:

Skammarpóstur er sendur sjálfkrafa á alla þá sem mæta ekki í bókaðan tíma og alla þá sem afboða sig seint í tíma, þ.e. með minna en tveggja tíma fyrirvara.
Það er mikilvægt að láta vita af sér í móttöku Hress þegar mætt er í tíma, hvort sem það er fyrir eða eftir tímann til að sleppa við skammarpóstinn 🙂

Biðlisti:

Ef pláss losnar með meira en 2 klst. fyrirvara fær sá sem er fremstur á biðlistanum plássið, viðkomandi fær tölvupóst þess efnis. Ef pláss losnar með minna en 2 klst. fyrirvara fá allir á biðlistanum póst, sá sem er fyrstur að svara póstinum fær plássið. – (Tölvupósturinn gæti farið í ruslpóst).

A.T.H. Ef þú skráir þig í tíma en ert ekki mætt/ur 5 mínútum fyrir tímann í móttöku Hress er plássinu úthlutað annað.